Fótbolti

Maldini ætlar að rífa upp unglingastarfið hjá AC Milan

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Paolo Maldini lék sinn fyrsta leik fyrir AC Milan sextán ára gamall.
Paolo Maldini lék sinn fyrsta leik fyrir AC Milan sextán ára gamall. Mynd/GettyImages

Paolo Maldini er að spila sitt 24. og síðasta tímabil með AC Milan á Ítalíu og nú búast menn við að hann fari að þjálfa hjá félaginu alveg eins og faðir hans á sínum tíma.

Tuttosport og Milannews segja frá því í dag að Maldini sé að fara að taka við yfirstjórn yngri flokkastarfsins hjá AC Milan. AC Milan hefur verið gangrýnt að undanförnu fyrir slakt unglingastarf en bæði Juventus og Inter Milan hafa uppalda leikmenn í sínum liðum.

Maldini er 41 árs gamall og hefur leikið með AC Milan frá því að hann lék sinn fyrsta meistaraflokks leiks árið 1985. Ruben Buriani hefur stjórnað yngri flokka starifnu hj´ða AC Milan en samingur hans er að renna út í júní.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×