Cristiano Ronaldo getur ekki leikið með Real Madrid um helgina þar sem hann er í leikbanni. Karim Benzema mun taka stöðu hans í byrjunarliðinu.
Brasilíumaðurinn Kaká mun heldur ekki geta leikið vegna meiðsla. Manuel Pellegrini þjálfari mun samt spila sama leikkerfi og í síðustu leikjum liðsins.
Þetta er kærkomið tækifæri fyrir Benzema sem hefur mátt verma tréverkið í síðustu fjórum leikjum liðsins.