Innlent

Hnífakastarinn ákærður

Búið er að gefa út ákæru á hendur þriggja barna föður sem grunaður er um að hafa beitt þrjú börn sín hrottalegu ofbeldi. DV greinir frá því í morgun að ákært sé vegna meintra brota á hegningarlögum og barnaverndalögum. Maðurinn er búsettur á höfuðborgarsvæðinu. Hann er meðal annars grunaður um að hafa notað eitt barn sitt sem hnífaskotskífu, eins og Fréttastofa sagði frá í haust.

Karl Ingi Vilbergsson, sviðsstjóri á ákærusviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segist, í samtali við Fréttastofu, ekki búast við því að búið sé að birta manninum ákæruna. Það verði væntanlega gert mjög fljótlega og málið verði þingfest eftir það. „Þetta er bara nýkomið til okkar og við sendum þetta í dóminn og þá gefur dómurinn út svokallað fyrirkall þar sem ákveðinn er staður og stund, hvenær þetta verður birt og hvenær málið verður tekið fyrir. Þannig að þetta er bara að fara að gerast," segir Karl Ingi Vilbergsson.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×