Luca Toni segir að þolinmæði hans gagnvart Louis van Gaal, knattspyrnustjóra Bayern München, sé á þrotum.
Van Gaal tók við Bayern í sumar og Luca Toni hefur síðan þá fá tækifæri fengið. Hann sagði að samband sitt við Van Gaal væri nánast ekki til staðar.
„Þetta eru nú orðnir fjórir mánuðir síðan að vandamálin hófust og ég er búinn að fá nóg," sagði hann í samtali við ítalska fjölmiðla.
Toni vill gjarnan fá að spila meira til að eiga möguleika á að vinna sér sæti í ítalska landsliðinu fyrir HM næsta sumar.
„Ég myndi gjarnan vilja fara aftur til Ítalíu og koma mér aftur í ítalska landsliðið. Ég er jú sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk fyrir landsliðið," bætti Toni við.