Félagsleg lán eru ekki rót vandans 14. janúar 2009 00:01 Estela Alchino stendur fyrir framan hús sitt í Orlando í Flórída Estela leitaði til félagasamtakanna Acorn til að bjarga heimili sínu frá nauðungarsölu. Fasteignamarkaður Flórída, ásamt Arizona og Kalíforníu. hefur orðið einna harðast úti í undirmálslánakrísunni svokölluðu, en því fer fjarri að allir sem hafa misst heimili sín hafi tekið „undirmálslán“. Hrun fasteignaverðs og efnahagsþrengingar hafa orðið til þess að fólk hefur ekki lengur ráð á afborgunum lána, og getur ekki selt eignir upp í skuldir.markaðurinn/afp Síðan lánsfjárblaðran sprakk hefur töluvert verið deilt um hverjir beri pólítíska ábyrgð á ástandinu. Stjórnvöld eru sökuð um að hafa sofnað á verðinum og leyft fjármálastofnunum og óábyrgum peningamönnum, hvort heldur það eru útrásarvíkingar eða fjárglæframenn á Wall Street, að byggja spilaborgir á ævintýralegri skuldsetningu. Hrun spilaborganna hafi síðan bitnað á öllum almenningi, traust hafi horfið úr fjármálakerfinu, og enginn treyst öðrum. Í Bandaríkjunum hefur spjótum einnig verið beint að hálfopinberu fasteignalánasjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac, en mörgum repúblikönum hefur verið mjög uppsigað við sjóðina, enda hafa þeir notið ýmissa skattfríðinda og afsláttar á reglum sem gilda um aðrar fjármálastofnanir, gegn því að þeir vinni að ýmsum félagslegum markmiðum. Gagnrýnin á Fannie Mae og Freddie Mac hefur jafnvel borist inn í þjóðfélagsumræðu hér á landi. Franski frjálshyggjuhugsuðurinn Henry Lepage flutti fyrirlestur á vegum RSE í Þjóðminjasafninu 2. október í fyrra þar sem hann hélt því fram að þeir bæru meginábyrgð á fjármálakreppunni. Lepage hélt því fram að þeir hefðu frá því á miðjum tíunda áratug síðustu aldar, vegna þrýstings frá stjórnvöldum í tíð Bills Clinton, aukið kaup sín á fasteignalánum minnihlutahópa. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við Háskóla Íslands, hélt hinu sama fram í grein í Fréttablaðinu síðar í október, en þar segir hann að rætur kreppunnar liggi „ekki á Wall Street, heldur í Hvíta húsinu. Bandarískir húsnæðislánasjóðir, sem störfuðu við ríkisábyrgð og rýmri reglur en bankar, veittu lán til fólks, sem bersýnilega gat ekki staðið í skilum“.Sannleikskjarni í gagnrýniNánast allir hagfræðingar eru sammála um að Fannie Mae og Freddie Mac beri sinn skerf af ábyrgðinni, enda auðvelduðu þeir fasteignalán með því að dæla fé inn á eftirmarkað með fasteignalán og gera viðskipti með „verðbréfuð“ fasteignalán auðveldari. Það er þó mikilvægt að halda nokkrum hlutum til haga þegar rætt er um hlut þeirra.Í fyrsta lagi voru sjóðirnir alfarið í einkaeigu og í raun ákveðin ónákvæmni fólgin í því að tala um að þeir séu „opinberir“. Þeir störfuðu hins vegar samkvæmt sérstökum lagaákvæðum og um þá giltu mun rýmri reglur en um aðrar fjármálastofnanir. Þá er rangt að þeir hafi haft ríkisábyrgð. Í lögum var skýrt tekið fram að svo væri ekki. Reynslan hefur þó sýnt að svo var, en í ljós hefur komið að ríkið hefur neyðst til að gangast í ábyrgðir fyrir skuldir allra stórra fjármálafyrirtækja. Að lokum veittu Fannie Mae og Freddie Mac engin lán – hlutverk þeirra var alfarið á eftirmarkaði, þar sem þeir keyptu verðbréfuð húsnæðislán af bönkum.Óskyld málÍ gagnrýninnni á Fannie Mae og Freddie Mac er í raun blandað saman tveimur óskyldum málum. Annars vegar er starfsemi sjóðanna sjálfra og hins vegar er vísað til laga sem sett voru í tíð Jimmy Carter, The Community Reinvestment Act (CRA). Þessi lög áttu að koma í veg fyrir að bankar mismunuðu lántakendum eftir kynþætti, en þau kváðu á um að bankar yrðu að bjóða öllum viðskiptavinum sínum upp á alla bankaþjónustu, og þar með yrðu þeir að lána til fasteignakaupa í öllum þeim borgarhverfum þar sem þeir starfræktu útibú.Á tíunda áratugnum, í valdatíð Bills Clinton, voru þessar reglur hertar. Hugmyndin var sú að snúa mætti við vítahring fátæktar og niðurníðslu í borgarhlutum sem byggðir voru svertingjum með því að fjölga þeim sem ættu hús sín sjálfir. Fólk sem býr í húsum sem það á sjálft er líklegra til að halda þeim við og er um leið líklegra til að leggja vinnu í fegrun hverfisins. Gagnrýni bandarískra hægrimanna að undanförnu hefur verið sú að þessi lög hafi „neytt“ banka til að lána „undirmálsfólki“ – þar með hafi bankarnir setið uppi með undirmálslán. Orsök fjármálakreppunnar sé því ekki skortur á reglum, heldur of mikið af reglum og vanhugsuð velferðarstefna. Þessi gagnrýni hefur þó átt litlum vinsældum að fagna annars staðar en lengst til hægri innan Repúblíkanaflokksins, og þá sérstaklega meðal afturhaldssinnaðra hægrimanna. Mörgum Bandaríkjamönnum þykir gagnrýnin lykta af kynþáttafordómum, enda hefur oft verið grunnt á kynþáttafordómum þegar talað er um að lántaka „undirmálsfólks“ og minnihlutahópa sé orsök fjármálakreppunnar. Þannig talaði Henri Lepage í fyrirlestri sínum um lán til „negra“ og Michelle Bachmann, sem vakti nýverið athygli fyrir að krefjast þess að fram fari rannsókn á „and-amerískum viðhorfum“ þingmanna demókrata, sagði að Clinton hefði gert þau reginmistök að hafa reynt að halda að hægt væri að lyfta svertingjum upp í millistéttina með því að hvetja þá til fasteignakaupa.Rannsóknir sýna að Fannie og Freddie eru saklausÁ fundi eftirlits- og endurskoðunarnefndar Bandaríkjaþings í lok október höfnuðu Christopher Cox, yfirmaður fjármálaeftirlits Bandaríkjanna, Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri og John Snow, fyrrverandi fjármálaráðherra í ríkisstjórn Bush, þeirri hugmynd alfarið að Fannie Mae og Freddie Mac hefðu valdið lánsfjárkreppunni, þótt þeir bæru, líkt og aðrar fjármálastofnanir, sinn skerf ábyrgðar.Rannsóknir hafa sýnt að hvorki fasteignalánasjóðirnir né The Community Reinvestment Act báru ábyrgð á undirmálslánakrísunni, hvað þá lánsfjárkreppunni.Hlutdeild Fannie og Freddie í fasteignalánamarkaðnum skrapp saman á árunum 2002 til 2007 þegar blaðra myndaðist á fasteignamörkuðum. Sérstaklega minnkaði hlutdeild þeirra eftir 2003 þegar verð tók að hækka hvað hraðast. Þenslan í útlánum til fasteignakaupa var fyrst og fremst knúin áfram af fjárfestingabönkum sem sóttu inn á fasteignalánamarkaðinn með skuldvafningum fasteignalána, sem síðar hafa breyst í „eitruð“ og óseljanleg verðbréf. Fjárfestingabankar á borð við Lehman Brothers „verðbréfuðu“ tvo þriðju hluta allra fasteignalána á markaði í Bandaríkjunum á hátindi fasteignablöðrunnar.Rannsóknir hafa einnig sýnt að langflest „undirmálslán“ voru veitt af fyrirtækjum sem ekki heyrðu undir CRA-lögin, en þau giltu til dæmis ekki um sérhæfð fasteignalánafyrirtæki. Fyrirtæki sem ekki heyrðu undir CRA gáfu út 84,3 prósent allra undirmálslána. Það sem meira er, 75 prósent áhættumeiri hávaxtalána, sem mörg hafa verið kölluð „varglán“, voru gefin út af fyrirtækjum sem ekki heyrðu undir CRA.Meðan Fannie Mae og Freddie Mac keyptu lítið sem ekkert af þessum lánum tóku þeir þátt í undirmáls- og jaðarlánaþenslunni, en á árunum 2005 til 2008 ábyrgðust og keyptu sjóðirnir 270 milljarða af slíkum lánum, sem var þrisvar sinnum hærri upphæð en fram að því. Ástæðan var ekki reglugerðarbreyting í upphafi níunda áratugarins, heldur leit sjóðanna að hagnaði. Stjórnendur sjóðanna horfðu upp á keppinauta sína, Lehman Brothers og Morgan Stanley hagnast á áhættumeiri lánum, sem báru háa vexti, og vildu skiljanlega hlutdeild í gróðanum.Hið sanna er að CRA virðist hafa hvatt til ábyrgrar lánveitingar. Janet Yellen, bankastjóri seðlabanka San Fransisco, sagði í ræðu fyrr í ár að bankar sem lutu eftirliti CRA hafi beint efnalitlum lántakendum að lánum á viðráðanlegum vöxtum, en rannsóknir hafa sýnt að fasteignalánafyrirtæki sem ekki heyrðu undir CRA, hafi stýrt fólki af minnihlutahópum í undirmálslán á háum vöxtum, varglán.Hvar eru rætur vandans?Vandamálið er að gæði allra fasteignalána minnkuðu, ekki vegna þess að félagsleg löggjöf hafi ýtt undir lánveitingar til minnihlutahópa, heldur vegna þess að þegar sprenging varð í lánveitingum til fasteignakaupa og blaðra myndaðist á fasteignamarkaðinum var of mikið fjármagn á fasteignalánamarkaði. Í leit sinni að ávöxtun fyrir þetta fjármagn tóku lánveitendur því að veita æ vafasamari lán. Flest þessara lána hefðu aldrei verið veitt ef lánveitendurnir hefðu sjálfir þurft að axla áhættuna af endurgreiðslu þeirra, en þeir gátu velt henni áfram á aðra með því að pakka lánunum saman og selja áfram í formi flókinna afleiða og skuldvafninga, en litlar sem engar reglur giltu um þann markað. Til þess að fela áhættuna urðu afleiðurnar æ flóknari og óskiljanlegri, og það eru nú þessir pappírar sem eru rótin að vanda fjármálastofnana vestanhafs. Undir smásjánni Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Síðan lánsfjárblaðran sprakk hefur töluvert verið deilt um hverjir beri pólítíska ábyrgð á ástandinu. Stjórnvöld eru sökuð um að hafa sofnað á verðinum og leyft fjármálastofnunum og óábyrgum peningamönnum, hvort heldur það eru útrásarvíkingar eða fjárglæframenn á Wall Street, að byggja spilaborgir á ævintýralegri skuldsetningu. Hrun spilaborganna hafi síðan bitnað á öllum almenningi, traust hafi horfið úr fjármálakerfinu, og enginn treyst öðrum. Í Bandaríkjunum hefur spjótum einnig verið beint að hálfopinberu fasteignalánasjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac, en mörgum repúblikönum hefur verið mjög uppsigað við sjóðina, enda hafa þeir notið ýmissa skattfríðinda og afsláttar á reglum sem gilda um aðrar fjármálastofnanir, gegn því að þeir vinni að ýmsum félagslegum markmiðum. Gagnrýnin á Fannie Mae og Freddie Mac hefur jafnvel borist inn í þjóðfélagsumræðu hér á landi. Franski frjálshyggjuhugsuðurinn Henry Lepage flutti fyrirlestur á vegum RSE í Þjóðminjasafninu 2. október í fyrra þar sem hann hélt því fram að þeir bæru meginábyrgð á fjármálakreppunni. Lepage hélt því fram að þeir hefðu frá því á miðjum tíunda áratug síðustu aldar, vegna þrýstings frá stjórnvöldum í tíð Bills Clinton, aukið kaup sín á fasteignalánum minnihlutahópa. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við Háskóla Íslands, hélt hinu sama fram í grein í Fréttablaðinu síðar í október, en þar segir hann að rætur kreppunnar liggi „ekki á Wall Street, heldur í Hvíta húsinu. Bandarískir húsnæðislánasjóðir, sem störfuðu við ríkisábyrgð og rýmri reglur en bankar, veittu lán til fólks, sem bersýnilega gat ekki staðið í skilum“.Sannleikskjarni í gagnrýniNánast allir hagfræðingar eru sammála um að Fannie Mae og Freddie Mac beri sinn skerf af ábyrgðinni, enda auðvelduðu þeir fasteignalán með því að dæla fé inn á eftirmarkað með fasteignalán og gera viðskipti með „verðbréfuð“ fasteignalán auðveldari. Það er þó mikilvægt að halda nokkrum hlutum til haga þegar rætt er um hlut þeirra.Í fyrsta lagi voru sjóðirnir alfarið í einkaeigu og í raun ákveðin ónákvæmni fólgin í því að tala um að þeir séu „opinberir“. Þeir störfuðu hins vegar samkvæmt sérstökum lagaákvæðum og um þá giltu mun rýmri reglur en um aðrar fjármálastofnanir. Þá er rangt að þeir hafi haft ríkisábyrgð. Í lögum var skýrt tekið fram að svo væri ekki. Reynslan hefur þó sýnt að svo var, en í ljós hefur komið að ríkið hefur neyðst til að gangast í ábyrgðir fyrir skuldir allra stórra fjármálafyrirtækja. Að lokum veittu Fannie Mae og Freddie Mac engin lán – hlutverk þeirra var alfarið á eftirmarkaði, þar sem þeir keyptu verðbréfuð húsnæðislán af bönkum.Óskyld málÍ gagnrýninnni á Fannie Mae og Freddie Mac er í raun blandað saman tveimur óskyldum málum. Annars vegar er starfsemi sjóðanna sjálfra og hins vegar er vísað til laga sem sett voru í tíð Jimmy Carter, The Community Reinvestment Act (CRA). Þessi lög áttu að koma í veg fyrir að bankar mismunuðu lántakendum eftir kynþætti, en þau kváðu á um að bankar yrðu að bjóða öllum viðskiptavinum sínum upp á alla bankaþjónustu, og þar með yrðu þeir að lána til fasteignakaupa í öllum þeim borgarhverfum þar sem þeir starfræktu útibú.Á tíunda áratugnum, í valdatíð Bills Clinton, voru þessar reglur hertar. Hugmyndin var sú að snúa mætti við vítahring fátæktar og niðurníðslu í borgarhlutum sem byggðir voru svertingjum með því að fjölga þeim sem ættu hús sín sjálfir. Fólk sem býr í húsum sem það á sjálft er líklegra til að halda þeim við og er um leið líklegra til að leggja vinnu í fegrun hverfisins. Gagnrýni bandarískra hægrimanna að undanförnu hefur verið sú að þessi lög hafi „neytt“ banka til að lána „undirmálsfólki“ – þar með hafi bankarnir setið uppi með undirmálslán. Orsök fjármálakreppunnar sé því ekki skortur á reglum, heldur of mikið af reglum og vanhugsuð velferðarstefna. Þessi gagnrýni hefur þó átt litlum vinsældum að fagna annars staðar en lengst til hægri innan Repúblíkanaflokksins, og þá sérstaklega meðal afturhaldssinnaðra hægrimanna. Mörgum Bandaríkjamönnum þykir gagnrýnin lykta af kynþáttafordómum, enda hefur oft verið grunnt á kynþáttafordómum þegar talað er um að lántaka „undirmálsfólks“ og minnihlutahópa sé orsök fjármálakreppunnar. Þannig talaði Henri Lepage í fyrirlestri sínum um lán til „negra“ og Michelle Bachmann, sem vakti nýverið athygli fyrir að krefjast þess að fram fari rannsókn á „and-amerískum viðhorfum“ þingmanna demókrata, sagði að Clinton hefði gert þau reginmistök að hafa reynt að halda að hægt væri að lyfta svertingjum upp í millistéttina með því að hvetja þá til fasteignakaupa.Rannsóknir sýna að Fannie og Freddie eru saklausÁ fundi eftirlits- og endurskoðunarnefndar Bandaríkjaþings í lok október höfnuðu Christopher Cox, yfirmaður fjármálaeftirlits Bandaríkjanna, Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri og John Snow, fyrrverandi fjármálaráðherra í ríkisstjórn Bush, þeirri hugmynd alfarið að Fannie Mae og Freddie Mac hefðu valdið lánsfjárkreppunni, þótt þeir bæru, líkt og aðrar fjármálastofnanir, sinn skerf ábyrgðar.Rannsóknir hafa sýnt að hvorki fasteignalánasjóðirnir né The Community Reinvestment Act báru ábyrgð á undirmálslánakrísunni, hvað þá lánsfjárkreppunni.Hlutdeild Fannie og Freddie í fasteignalánamarkaðnum skrapp saman á árunum 2002 til 2007 þegar blaðra myndaðist á fasteignamörkuðum. Sérstaklega minnkaði hlutdeild þeirra eftir 2003 þegar verð tók að hækka hvað hraðast. Þenslan í útlánum til fasteignakaupa var fyrst og fremst knúin áfram af fjárfestingabönkum sem sóttu inn á fasteignalánamarkaðinn með skuldvafningum fasteignalána, sem síðar hafa breyst í „eitruð“ og óseljanleg verðbréf. Fjárfestingabankar á borð við Lehman Brothers „verðbréfuðu“ tvo þriðju hluta allra fasteignalána á markaði í Bandaríkjunum á hátindi fasteignablöðrunnar.Rannsóknir hafa einnig sýnt að langflest „undirmálslán“ voru veitt af fyrirtækjum sem ekki heyrðu undir CRA-lögin, en þau giltu til dæmis ekki um sérhæfð fasteignalánafyrirtæki. Fyrirtæki sem ekki heyrðu undir CRA gáfu út 84,3 prósent allra undirmálslána. Það sem meira er, 75 prósent áhættumeiri hávaxtalána, sem mörg hafa verið kölluð „varglán“, voru gefin út af fyrirtækjum sem ekki heyrðu undir CRA.Meðan Fannie Mae og Freddie Mac keyptu lítið sem ekkert af þessum lánum tóku þeir þátt í undirmáls- og jaðarlánaþenslunni, en á árunum 2005 til 2008 ábyrgðust og keyptu sjóðirnir 270 milljarða af slíkum lánum, sem var þrisvar sinnum hærri upphæð en fram að því. Ástæðan var ekki reglugerðarbreyting í upphafi níunda áratugarins, heldur leit sjóðanna að hagnaði. Stjórnendur sjóðanna horfðu upp á keppinauta sína, Lehman Brothers og Morgan Stanley hagnast á áhættumeiri lánum, sem báru háa vexti, og vildu skiljanlega hlutdeild í gróðanum.Hið sanna er að CRA virðist hafa hvatt til ábyrgrar lánveitingar. Janet Yellen, bankastjóri seðlabanka San Fransisco, sagði í ræðu fyrr í ár að bankar sem lutu eftirliti CRA hafi beint efnalitlum lántakendum að lánum á viðráðanlegum vöxtum, en rannsóknir hafa sýnt að fasteignalánafyrirtæki sem ekki heyrðu undir CRA, hafi stýrt fólki af minnihlutahópum í undirmálslán á háum vöxtum, varglán.Hvar eru rætur vandans?Vandamálið er að gæði allra fasteignalána minnkuðu, ekki vegna þess að félagsleg löggjöf hafi ýtt undir lánveitingar til minnihlutahópa, heldur vegna þess að þegar sprenging varð í lánveitingum til fasteignakaupa og blaðra myndaðist á fasteignamarkaðinum var of mikið fjármagn á fasteignalánamarkaði. Í leit sinni að ávöxtun fyrir þetta fjármagn tóku lánveitendur því að veita æ vafasamari lán. Flest þessara lána hefðu aldrei verið veitt ef lánveitendurnir hefðu sjálfir þurft að axla áhættuna af endurgreiðslu þeirra, en þeir gátu velt henni áfram á aðra með því að pakka lánunum saman og selja áfram í formi flókinna afleiða og skuldvafninga, en litlar sem engar reglur giltu um þann markað. Til þess að fela áhættuna urðu afleiðurnar æ flóknari og óskiljanlegri, og það eru nú þessir pappírar sem eru rótin að vanda fjármálastofnana vestanhafs.
Undir smásjánni Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira