Viðskipti innlent

Century Aluminum féll mest á rauðum degi

Úr álverinu á Grundarganga.
Úr álverinu á Grundarganga.

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, sem meðal annars rekur álverið á Grundartanga, féll um 9,44 prósent í dag. Þetta er mesta fallið í Kauphöllinni í dag á annars rauðum degi.

Gengi bréfa í Færeyjabanka féll um 5,13 prósent, Bakkavör um 2,83 prósent og Marel Food Systems um 2,09 prósent. 

Þá lækkaði gengi bréfa í Straumi um 0,81 prósent, Eimskip um 0,64 prósent og Össuri um 0,31 prósent. 

Ekkert félag hækkaði á sama tíma. 

Úrvalsvísitalan nýja (OMXI6) lækkaði um 1,10 prósent og endaði í 892,6 stigum. Sú gamla (OMXI15) lækkaði um 1,39 prósent og endaði í 331 stigi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×