Erlent

Kanadamenn sofa illa í kreppunni

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Um þriðjungur Kanadabúa er farinn að þjást af svefnleysi og öðrum streitutengdum einkennum vegna efnahagsástandsins þar í landi. Þetta leiddi nýleg könnun ráðgjafafyrirtækis í ljós. Eins sagðist þriðjungur þeirra, sem könnunin náði til, hafa meiri áhyggjur núna en fyrir einu ári og tæplega helmingur, eða 47 prósent, telur að kreppuástandið muni vara töluvert lengur en hagfræðingar hafa spáð og búast við að það muni ná langt fram á næsta ár. Veikindadögum hefur fjölgað áberandi mikið hjá vinnandi fólki og er stórauknu andlegu álagi og sífelldum áhyggjum kennt um.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×