Fótbolti

Guardiola: Gefumst aldrei upp

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guardiola á hliðarlínunni í kvöld.
Guardiola á hliðarlínunni í kvöld. Nordic Photos/Getty Images

Það var ævintýralegt að fylgjast með Pep Guardiola, þjálfara Barcelona, þegar Iniesta jafnaði leikinn í kvöld. Hann hljóp eftir allri hliðarlínunni til að taka þátt í fögnuðinum. Rétt eins og Jose Mourinho gerði með Porto á Old Trafford á sínum tíma.

„Ég hef gríðarlega mikla trú á mínu liði og við gáfumst aldrei upp. Sýndum mikla þrautseigju undir lokin. Ekki gleyma því að við spiluðum manni færri í 25 mínútur. Það var nógu erfitt að spila þegar jafnt var í liðunum," sagði Guardiola.

Guardiola vildi lítið tjá sig um frammistöðu norska dómarans.

„Ég skil gremju Chelsea-manna vegna frammistöðu dómarans. Ég sá ekki almennilega þessi atvik þegar þeir vildu fá víti en það er mögulegt að þeir hafi eitthvað til síns máls," sagði þjálfarinn sem vildi frekar tala um sitt lið.

„Það má ekki gleyma að hrósa okkur. Við reyndum að vinna leikinn, við reyndum að spila og skapa færi. Við sköpuðum vissulega ekki mikið en ég átti von á meiri pressu frá Chelsea-liðinu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×