Viðskipti innlent

Dregur úr verðbólgu

Verðbólga mældist 1,6 prósent á evrusvæðinu í desember, samkvæmt útreikningum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Þetta er talsvert umfram vonir.

Kólnun hagkerfisins, minni eftirspurn á neytendamarkaði og lækkun olíuverðs skýrir lækkunina að mestu, að sögn Bloomberg-fréttaveitunnar.

Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri evrópska seðlabankans, ætti að gleðjast við fréttirnar en verðbólga hefur ekki verið minni í rúm tvö ár og komin undir markmið bankans. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×