Fótbolti

Laursen hættur með danska landsliðinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Martin Laursen í leik með Aston Villa í haust.
Martin Laursen í leik með Aston Villa í haust. Nordic Photos / Getty Images

Martin Laursen, leikmaður Aston Villa, hefur tilkynnt að hann sé hættur að gefa kost á sér í danska landsliðið.

Laursen er 31 árs gamall og lék sinn fyrsta landsleik árið 2000. Hann hefur síðan skorað tvö mörk í 53 landsleikjum.

Hann verðu frá næstu tvo mánuðina vegna hnémeiðsla en hann hefur oft þurft að glíma við slík meiðsli á undanförnum árum.

„Þetta er erfiðasta ákvörðunin sem ég hef þurft að taka á mínum ferli," sagði hann í samtali við Sky Sports. „Ég get ekki haldið áfram að spila bæði með Aston Villa og landsliðinu þar sem hnén þola ekki álagið. Í þeirri stöðu er eini raunverulegi kosturinn að halda áfram að spila með félagsliðinu sínu."

Laursen lék með danska landsliðinu á HM í Suður-Kóreu og Japan árið 2002 sem og tvívegis í úrslitakeppni Evrópumeistaramótsins. Hann er nú fyrirliði Aston Villa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×