Lokamót Bleika Toppbikarsins í golfi fór fram um helgina en mótaröðin er haldin til styrktar baráttu gegn brjóstakrabbameini.
Það voru Örn Rúnar Magnússon og Garðar Ingi Leifsson sem unnu að þessu sinni en þetta var fimmta sumarið í röð sem Bleiki Toppbikarinn er haldinn og það eru Krabbameinsfélag Íslands og Vífilfell sem standa fyrir mótaröðinni í samvinnu við Golfsamband Íslands.
Í tengslum við mótið um helgina fór einnig fram „stjörnueinvígi" þar sem Ásgeir Sigurvinsson og Ragnhildur Sigurðardóttir höfðu betur gegn Arnóri Guðjohnsen og Helenu Árnadóttur.