Tugir þúsunda taka nú þátt í minningarathöfn um þýska landsliðsmarkvörðinn Robert Enke sem framdi sjálfsmorð í síðustu viku.
Sérstök minningarathöfn var haldin á heimavelli Hannover. Kista Enke var þar lögð á miðju vallarins.
Ættingjar Enke mættu á athöfnina sem og öll helstu stórmennin í þýskri knattspyrnu.
Jarðarförn Enke fer síðan fram síðar í dag en hún verður aðeins fyrir nánustu ættingja og ekki opin fjölmiðlum.