Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á áli í 1.600 dollara fyrir árslok

Dan Smith greinandi hjá Standard Chartered spáir því að heimsmarkaðsverð á áli fari í 1.600 dollara á tonnið á fjórða ársfjórðungi ársins. Verðið í dag liggur í kringum 1.370 dollara.

Bloomberg-fréttaveitan fjallar um málið í dag en samkvæmt spá Smith mun álverðið fara í 1.420 dollara á þessum ársfjórðungi, ná 1.500 dollurum um mitt ár og verða komið í 1.550 dollara á þriðja ársfjórðung.

Ástæðan fyrir því að Smith spáir þessum hækkunum er meiri undirliggjandi eftirspurn eftir áli í heiminum en áður var talið.

Bloomberg segir í þessari frétt að sem stendur er verð á áli til afhendingar eftir þrjá mánuði 1.439 dollarar á tonnið á málm-markaðinum í London.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×