Árni Páll kallaði andstæðinga sína fífl Valur Grettisson skrifar 16. apríl 2009 11:03 Árni Páll og Siv Friðleifsdóttir voru saman á framboðsfundi í Garðabæ þar sem hann kallaði andstæðinga sína fífl. Þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi og oddviti listans, Árni Páll Árnason, kallaði pólitíska andstæðinga sína fífl á fjölmennum og vel heppnuðum framboðsfundi sem haldinn var í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ í gær. Samkvæmt menntaskólanema sem sat í sal sem Vísir ræddi við þá var mikill hiti í frambjóðendum á fundinum. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, frambjóðandi Vinstri grænna tókst harkalega á við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, um skattamál. Þó bar hæst þegar Árni Páll Árnason var að svara fyrirspurnum úr sal, þá sagði hann andstæðinga sína fífl, það er að segja Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk. Þeir sem fylgdust með sögðu orðin hafa fallið í grýttan jarðveg. Í raun hefðu þau verið úr takti við annað á þessum fundi og svo virðist sem Árni hefði snöggreiðst eins og einn neminn orðaði það. Í lokin sagði Siv Friðleifsdóttir, frambjóðandi Framsóknarflokksins, að þessi fundur væri sennilega talsvert ruglandi fyrir menntaskólanemanna í ljósi þess að stjórnmálamenn kalla andstæðinga sína sjaldnast fífl. Framsóknarmaðurinn Hlini Melsted Jóngeirsson var á fundinum og bloggaði um málið á heimasíðu sinni. Þegar Vísir ræddi við hann sagði hann orðin hafa komið flestum í opna skjöldu. „Árni Páll var bara úti að aka. Oddviti flokks lætur ekki svona út úr sér," sagði hann hneykslaður á Samfylkingarmanninum. Þegar leitað var viðbragða hjá Siv Friðleifsdóttur vegna málsins vildi hún ekki tjá sig um málið, hún tæki ekki þátt í ómálefnalegri orðræðu Árna Páls. Sjálfstæðiskonan Ragnheiður Ríkharðsdóttir var á fundinum en ekki náðist í hana til þess að bera undir hana ummæli Árna. Kosningar 2009 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi og oddviti listans, Árni Páll Árnason, kallaði pólitíska andstæðinga sína fífl á fjölmennum og vel heppnuðum framboðsfundi sem haldinn var í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ í gær. Samkvæmt menntaskólanema sem sat í sal sem Vísir ræddi við þá var mikill hiti í frambjóðendum á fundinum. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, frambjóðandi Vinstri grænna tókst harkalega á við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, um skattamál. Þó bar hæst þegar Árni Páll Árnason var að svara fyrirspurnum úr sal, þá sagði hann andstæðinga sína fífl, það er að segja Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk. Þeir sem fylgdust með sögðu orðin hafa fallið í grýttan jarðveg. Í raun hefðu þau verið úr takti við annað á þessum fundi og svo virðist sem Árni hefði snöggreiðst eins og einn neminn orðaði það. Í lokin sagði Siv Friðleifsdóttir, frambjóðandi Framsóknarflokksins, að þessi fundur væri sennilega talsvert ruglandi fyrir menntaskólanemanna í ljósi þess að stjórnmálamenn kalla andstæðinga sína sjaldnast fífl. Framsóknarmaðurinn Hlini Melsted Jóngeirsson var á fundinum og bloggaði um málið á heimasíðu sinni. Þegar Vísir ræddi við hann sagði hann orðin hafa komið flestum í opna skjöldu. „Árni Páll var bara úti að aka. Oddviti flokks lætur ekki svona út úr sér," sagði hann hneykslaður á Samfylkingarmanninum. Þegar leitað var viðbragða hjá Siv Friðleifsdóttur vegna málsins vildi hún ekki tjá sig um málið, hún tæki ekki þátt í ómálefnalegri orðræðu Árna Páls. Sjálfstæðiskonan Ragnheiður Ríkharðsdóttir var á fundinum en ekki náðist í hana til þess að bera undir hana ummæli Árna.
Kosningar 2009 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira