Lothar Matthaus, fyrirliði Heimsmeistaraliðs Þjóðverja frá 1990 og leikjahæsti landsliðsmaður Þýskalands frá upphafi, hefur verið orðaður við þjálfarastarfið hjá Hertha Berlin. Hertha er á botni þýsku deildarinnar og rak í gær þjálfara sinn Lucien Favre.
Matthaus er orðinn 48 ára gamall en hann hefur ekki fengið tækifæri til að þjálfa lið í heimalandinu. Matthaus hefur í staðinn þjálfað hin ýmsu lið út um alla Evrópu. Hann er núverandi þjálfari Maccabi Netanya í Ísrael en þjálfaði áður meðal annars Rapid Vín (2001-2002), Partizan Belgrad (2002-2003) og ungverska landsliðið (2004-05).
Matthaus hefur orð á sér fyrir að vera mjög samvinnuþýður og það sést á því að hann entist aðeins í 33 daga hjá brasilíska liðinu Atletico Paranaense og var rekinn eftir ár frá Red Bull Salzburg þrátt fyrir að hafa aðstoðað Giovanni Trapattoni við að gera liðið að austurrískum meisturum.