Fótbolti

Edda og Ólína klára ekki tímabilið með Örebro

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, til vinstri, í leik með íslenska landsliðinu.
Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, til vinstri, í leik með íslenska landsliðinu. Nordic Photos / Getty Images
Sænska úrvalsdeildarfélagið Örebro hefur ekki efni á að halda þeim Eddu Garðarsdóttur og Ólínu G. Viðarsdóttur út tímabilið.

Þetta kemur fram á vefnum damfotboll.com í dag en samningur þeirra við félagið rennur út í lok júlí en þá er nýhafið tveggja mánaða sumarfrí í deildinni vegna EM í Finnlandi í ágúst.

„Miðað við skattalög höfum við ekki efni á að halda þeim út tímabilið," er haft eftir Thomas Rasmusson, formanni félagsins, í samtali við vefinn.

Fleiri erlendir leikmenn eru á mála hjá Örebro en samningur þeirra gildir í að minnsta kosti út tímabilið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×