Tvísýnn varaformannsslagur 26. mars 2009 16:06 Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur. Varaformannsslagur Árna Páls Árnasonar og Dags B. Eggertssonar verður tvísýnn, að mati Stefaníu Óskarsdóttur stjórnmálafræðings. Hún telur að Dagur hafi meiru að tapa heldur en Árni Páll. Á landsfundi Samfylkingarinnar um helgina verður kjörin ný forysta þar sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður flokksins, og Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður, sækjast ekki eftir endurkjöri. Árni Páll og Dagur gefa báðir kost á sér í embætti varaformanns. Kjörið fer fram á laugardaginn. Dagur var kjörinn borgarfulltrúi fyrir R-listann árið 2002. Hann hefur verið oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík allt frá því að hann bar sigurorð af Steinunni Valdísi Óskarsdóttur og Stefáni Jóni Hafstein í prófkjöri í byrjun árs 2006. Árni Páll var kjörinn á þing í kosningunum 2007. Hann sigraði nýverið Lúðvík Geirsson og Þórunni Sveinbjarnardóttur í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.Dagur styrkti sig sem borgarstjóri Stefanía telur að það þurfi ekki endilega að nýtast Degi að hafa verið kallaður krónprins Ingibjargar Sólrúnar. Hún segir að Dagur hafi styrkt stöðu sína þegar hann var borgarstjóri í 100 daga. „Síðan þá hefur lítið sést til hans og hann hefur ekki gert sig gildandi í almennri umræðu í vetur," segir Stefanía. Árni Páll býr yfir öflugu stuðningsneti sem kom honum til góðs í prófkjörinu, að mati Stefaníu. Hún bendir á að Þórólfur Árnason, fyrrum borgarstóri, sé bróður Árna Páls og hugsanlega nýtist það honum. Aftur á móti segir Stefanía að hann sé jafnvel of hægrisinnaður fyrir almenna flokksfélaga í Samfylkingunni.Árni Páll er í forystunni Stefanía telur að Dagur hafi meiru að tapa heldur en Árni Páll sem sé nú þegar í forystusveit flokksins og ráðherraefni. „Árni Páll er í forystusveitinni en Dagur ekki, nema að því leyti að hann leiðir flokkinn í Reykjavík." Kosningar 2009 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Varaformannsslagur Árna Páls Árnasonar og Dags B. Eggertssonar verður tvísýnn, að mati Stefaníu Óskarsdóttur stjórnmálafræðings. Hún telur að Dagur hafi meiru að tapa heldur en Árni Páll. Á landsfundi Samfylkingarinnar um helgina verður kjörin ný forysta þar sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður flokksins, og Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður, sækjast ekki eftir endurkjöri. Árni Páll og Dagur gefa báðir kost á sér í embætti varaformanns. Kjörið fer fram á laugardaginn. Dagur var kjörinn borgarfulltrúi fyrir R-listann árið 2002. Hann hefur verið oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík allt frá því að hann bar sigurorð af Steinunni Valdísi Óskarsdóttur og Stefáni Jóni Hafstein í prófkjöri í byrjun árs 2006. Árni Páll var kjörinn á þing í kosningunum 2007. Hann sigraði nýverið Lúðvík Geirsson og Þórunni Sveinbjarnardóttur í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.Dagur styrkti sig sem borgarstjóri Stefanía telur að það þurfi ekki endilega að nýtast Degi að hafa verið kallaður krónprins Ingibjargar Sólrúnar. Hún segir að Dagur hafi styrkt stöðu sína þegar hann var borgarstjóri í 100 daga. „Síðan þá hefur lítið sést til hans og hann hefur ekki gert sig gildandi í almennri umræðu í vetur," segir Stefanía. Árni Páll býr yfir öflugu stuðningsneti sem kom honum til góðs í prófkjörinu, að mati Stefaníu. Hún bendir á að Þórólfur Árnason, fyrrum borgarstóri, sé bróður Árna Páls og hugsanlega nýtist það honum. Aftur á móti segir Stefanía að hann sé jafnvel of hægrisinnaður fyrir almenna flokksfélaga í Samfylkingunni.Árni Páll er í forystunni Stefanía telur að Dagur hafi meiru að tapa heldur en Árni Páll sem sé nú þegar í forystusveit flokksins og ráðherraefni. „Árni Páll er í forystusveitinni en Dagur ekki, nema að því leyti að hann leiðir flokkinn í Reykjavík."
Kosningar 2009 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira