Fótbolti

Mexes: Roma er betra en Arsenal

Mexes fékk dæmda á sig vítaspyrnu í fyrri leiknum
Mexes fékk dæmda á sig vítaspyrnu í fyrri leiknum Nordic Photos/Getty Images

Varnarmaðurinn Philippe Mexes hjá Roma segir ítalska liðið betra en Arsenal og því eigi það að fara með sigur af hólmi þegar liðin mætast í Meistaradeildinni annað kvöld.

Arsenal vann fyrri leikinn 1-0 í London og eigast við að nýju á Ólympíuleikvangnum í Róm annað kvöld.

"Við spiluðum ekki vel í fyrri leiknum og þeir skoruðu bara úr víti sem ég fékk á mig. Við vorum betri undir lok leiksins en kannski vorum við of lengi í gang. Við verðum að passa okkur að vera þolinmóðir og gæta okkur á skyndisóknum Arsenal, en ef við spilum okkar leik, eigum við að skora. Arsenal spilar einna besta boltann af ensku liðunum en við erum líka góðir. Við verðum að trúa því að við séum betri og þá förum við áfram," sagði Mexes.

Roma verður án miðjumannsins sterka Daniele De Rossi annað kvöld en hann er í leikbanni. " Við munum sakna hans því hann er einn besti miðjumaðurinn í bransanum og hjálpar okkur mikið. Heimavöllurinn mun samt hjálpa okkur og þetta mun verða eins og við séum tólf á móti ellefu," sagði varnarmaðurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×