Fótbolti

Engin minnimáttarkennd

Nordic Photos/Getty Images

Claudio Ranieri þjálfari Juventus segir að ítölsk lið séu ekki með neina minnimáttarkennd gagnvart liðum í ensku úrvalsdeildinni - nema kannski helst þegar kemur að peningamálum.

Ranieri fer með sína menn á gamla heimavöllinn sinn Stamford Bridge annað kvöld þegar Juventus sækir Chelsea heim. Ranieri var áður stjóri Chelsea og fékk að eyða fyrstu milljónunum sem Roman Abramovich skvetti í félagið á sínum tíma.

"Það er engin minnimáttarkennd á Ítalíu, nema þá helst í sambandi við peninga. Það er það eina og ég er ekki viss um að það sé minnimáttarkennd - staðan er bara svona," sagði Ranieri, sem fer inn í leikinn í Lundúnum með 1-0 tap á bakinu úr fyrri leiknum í Tórínó.

"






Fleiri fréttir

Sjá meira


×