Viðskipti erlent

Straumur og aðrir kröfuhafar taka yfir West Ham

Björgólfur Guðmundsson situr hér í heiðursstúkunni á Upton Park.
Björgólfur Guðmundsson situr hér í heiðursstúkunni á Upton Park.

CB Holding, sem er að meirihluta í eigu Straums-Burðaráss, hefur í dag tekið yfir enska úrvalsdeildarfélagið West Ham United sem var í eigu Björgólfs Guðmundssonar. Björgólfur og Ásgeir Friðgeirsson hætta í stjórn félagsins.

Þetta þýðir að Hansa Holding, félag Björgólfs sem átti West Ham, fer ekki í gjadlþrot. Andrew Bernhardt, einn af framkvæmdastjórum Straums, tekur við sem stjórnarformaður. Þetta kemur fram í tilkynningu í morgun.

Björgólfur Guðmundsson segir í tilkynningunni að hann verði stuðningsmaður West Ham til æviloka. „Ég vil þakka öllum á Upton Park fyrir ógleymanleg ár. Ég óska nýrri stjórn og öllum félagsins góðu gengi í framtíðinni. Ég verð stuðningsmaður West Ham til æviloka og vonast til að koma sem oftast á Upton Park."

Björgólfur keypti félagið seint á árinu 2006. Eftir bankahrunið síðasta haust hefur legið ljóst fyrir að hann næði ekki að halda félaginu. West Ham hafnaði í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar á nýafstöðu tímabili.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×