Real Madrid hefur staðfest að Portúgalinn Cristiano Ronaldo hafi staðist læknisskoðun hjá félaginu á Sanitas La Moraleja sjúkrahúsinu í Madrid.
„Ronaldo er í fullkomnu líkamlegu ásigkomulagi og er mjög spenntur fyrir því að byrja að spila með Real Madrid," segir Carlos Diez, yfirsjúkraþjálfari Real Madrid, í viðtali á opinberri heimasíðu félagsins.
Ronaldo verður svo kynntur fyrir stuðningsmönnum Real Madrid á Santiago Bernabeu leikvanginum í kvöld og búist er við því að um 80 þúsund manns mæti til að hylla nýja goðið.