Öryrkjum fjölgar í kreppunni 26. mars 2009 18:50 Öryrkjum hefur farið fjölgandi í kreppunni og finna starfsmenn Tryggingastofnunar ríkisins greinilega fyrir auknu álagi. Allt er reynt til að koma í veg fyrir að fólk festist í gildru varanlegrar örorku, segir forstjóri stofnunarinnar. Kenningar fræðimanna, spár og reynsla annarra þjóða sýna að öryrkjum fjölgar þegar harðnar á dalnum og atvinnuleysti eykst. „Við sjáum merki þess nú þegar að það stefni í þá átt," segir Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar. Tryggingastofnun ríkisins gerir mánaðarlegar mælingar á fjölda einstaklinga með örorkumat, en nú hefur orðið sýnleg breyting. Fjölgun sást fyrst í nóvember og svo aftur nú í febrúar. „Við erum að greina þessi gögn núna og bera saman við atvinnuleysistölur til að reyna að sjá hvað býr að baki þessu. En í rauninni kemur þetta ekki á óvart," segir Sigríður Lillý. Mikil fylgni er milli atvinnuleysis og fjölgunar öryrkja og eru einkum tvær skýringar á því. Í fyrsta lagi missa þeir vinnuna fyrr en aðrir sem standa höllum fæti á vinnumarkaði þegar niðursveifla verður í efnahagslífinu. „Og svo líka hitt að atvinnuleysi getur leitt til örorku. Atvinnumissir er mikið sjokk fyrir fólk og ýmislegt sem fylgir atvinnuleysi og standa utan við vinnumarkaðinn geta leitt til ástands, veikinda, sem að endingu leiðir til örorku," segir Sigríður Lillý. Mikil hætta er á að fólk festist í gildru varanlegrar örorku og komist ekki aftur á vinnumarkað þegar aðstæður batna. Til að koma í veg fyrir það er ráðuneyti félags- og tryggingamála að skoða hvernig unnt er að auka virkni þess hóps sem nú er að koma nýr inn til Tryggingastofnunar, enda er málið talið grafalvarlegt. „Já, mjög alvarlegt og ef við lítum til reynslu annarra er það eitthvað sem við viljum ekki að gerist hér," segir Sigríður Lillý. Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Öryrkjum hefur farið fjölgandi í kreppunni og finna starfsmenn Tryggingastofnunar ríkisins greinilega fyrir auknu álagi. Allt er reynt til að koma í veg fyrir að fólk festist í gildru varanlegrar örorku, segir forstjóri stofnunarinnar. Kenningar fræðimanna, spár og reynsla annarra þjóða sýna að öryrkjum fjölgar þegar harðnar á dalnum og atvinnuleysti eykst. „Við sjáum merki þess nú þegar að það stefni í þá átt," segir Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar. Tryggingastofnun ríkisins gerir mánaðarlegar mælingar á fjölda einstaklinga með örorkumat, en nú hefur orðið sýnleg breyting. Fjölgun sást fyrst í nóvember og svo aftur nú í febrúar. „Við erum að greina þessi gögn núna og bera saman við atvinnuleysistölur til að reyna að sjá hvað býr að baki þessu. En í rauninni kemur þetta ekki á óvart," segir Sigríður Lillý. Mikil fylgni er milli atvinnuleysis og fjölgunar öryrkja og eru einkum tvær skýringar á því. Í fyrsta lagi missa þeir vinnuna fyrr en aðrir sem standa höllum fæti á vinnumarkaði þegar niðursveifla verður í efnahagslífinu. „Og svo líka hitt að atvinnuleysi getur leitt til örorku. Atvinnumissir er mikið sjokk fyrir fólk og ýmislegt sem fylgir atvinnuleysi og standa utan við vinnumarkaðinn geta leitt til ástands, veikinda, sem að endingu leiðir til örorku," segir Sigríður Lillý. Mikil hætta er á að fólk festist í gildru varanlegrar örorku og komist ekki aftur á vinnumarkað þegar aðstæður batna. Til að koma í veg fyrir það er ráðuneyti félags- og tryggingamála að skoða hvernig unnt er að auka virkni þess hóps sem nú er að koma nýr inn til Tryggingastofnunar, enda er málið talið grafalvarlegt. „Já, mjög alvarlegt og ef við lítum til reynslu annarra er það eitthvað sem við viljum ekki að gerist hér," segir Sigríður Lillý.
Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira