Innlent

Atkvæði um Icesave greidd í dag

Sigmundar tveir Þingmenn sátu að mestu hljóðir undir ræðum um Icesave-málið á Alþingi í gær. Áður en þingfundur hófst hafði forsætisnefnd Alþingis fjallað um frammíköll og tíðan óróa í þingsalnum síðustu vikur.fréttablaðið/gva
Sigmundar tveir Þingmenn sátu að mestu hljóðir undir ræðum um Icesave-málið á Alþingi í gær. Áður en þingfundur hófst hafði forsætisnefnd Alþingis fjallað um frammíköll og tíðan óróa í þingsalnum síðustu vikur.fréttablaðið/gva

alþingi Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna létu ríkisstjórnina - og þá sér í lagi Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra - heyra það í þriðju umræðu um Icesave-frumvarpið sem stóð á Alþingi í allan gærdag og fram á kvöld.

Töldu þeir stjórnvöld hafa haldið illa á málinu og í raun klúðrað því. Ætlan þeirra hafi verið að keyra málið óbreytt í gegnum þingið en til allrar lukku hafi það breyst mjög til betri vegar.

Það voru svo til eingöngu stjórnarandstöðuþingmenn sem fluttu ræður en örfáir stjórnarliðar tóku þó til máls.

Frumvarpið um ríkisábyrgð vegna Icesave-reikninga Landsbankans tók miklum breytingum í meðförum fjárlaganefndar. Voru færðir í það margvíslegir fyrirvarar, bæði efnahags- og lagalegir. Eru þeir í frumvarpinu sagðir „óaðskiljanlegur hluti ríkisábyrgðarinnar".

Skrifað var undir Icesave-samningana 5. júní og frumvarp um ríkisábyrgð vegna lána var lagt fyrir þingið í byrjun júlí.

Til stendur að greiða atkvæði um málið á þingfundi sem hefst klukkan tíu í dag.

- bþs








Fleiri fréttir

Sjá meira


×