Innlent

Engin undanþága í boði fyrir Ísland

Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.
Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.

Frá og með árinu 2013 mun losun gróðurhúsalofttegunda vegna álframleiðslu falla undir tilskipun ESB um viðskipti með gróðurhúsalofttegundir. Sérstök undanþága fyrir Ísland verður því ekki í boði á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Náttúruverndarsamtökum Íslands þar sem Vigdísi Hauksdóttur þingmanni framsóknarmanna er svarað. Vigdís sagði á þingi á dögunum að með því að óska ekki eftir undanþágu frá Kyoto bókuninni svokölluðu hafi Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra afsalað sér fyrir hönd þjóðarinnar einum fimmtán milljörðum króna.

„Þingmenn ættu að kynna sér málavöxtu áður en þeir hlaupa í fjölmiðla með staðlausa stafi líkt og Vigdís Hauksdóttir gerði fyrr í dag," segir í yfirlýsingunni. „Við bætist að Þórunn Sveinbjarnardóttir, Kolbrún Halldórsdóttir og Svandís Svavarsdóttir hafa í embætti umhverfisráðherra sóst eftir að Ísland verði þátttakandi í loftslagskerfi ESB."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×