Innlent

Margrét býður sig fram í 3.sæti hjá VG

Margrét Pétursdóttir
Margrét Pétursdóttir

Margrét Pétursdóttir verkakona býður sig fram í 3. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar Græns framboðs í Suðvesturkjördæmi. Margrét er 42 ára Hafnfirðingur og hefur tekið þátt í bæjarmálum í Hafnarfirði frá síðustu sveitarstjórnarkosningum. Hún hefur setið í lýðræðis- og jafnréttisnefnd fyrir VG þar í bæ og setið í kjördæmastjórn Kragans og í flokksráði.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Margréti. Þar segir að áherslumál Margrétar séu lýðræðis- og jafnréttismál, umhverfis- og verkalýðsmál, réttindi barna og öll önnur mál sem lífið hefur uppá að bjóða.

Ennfremur segir að hún muni beyta sér fyrir því að lýðræðinu verði gert meira undir höfði en verið hefur og hún mun berjast fyrir því að stjórnlagaþingi verði komið á sem fyrst. Hún mun halda í heiðri þann eið sem alþingismenn sverja þ.e. að halda sinni eigin sannfæringu í meðferð mála innan þingsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×