Handbolti

Ísland komst í lokakeppni HM U-21 liða

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rúnar Kárason skoraði sjö mörk fyrir Ísland í dag.
Rúnar Kárason skoraði sjö mörk fyrir Ísland í dag. Mynd/Stefán
Íslenska U-21 liðið í handbolta komst í dag í lokakeppni á HM ungmennalandsliða sem fer fram í Egyptalandi í ágúst í sumar.

Ísland vann í dag sigur á Bretum, 35-24, í lokaumferð riðlakeppninnar. Riðill Íslands var leikinn í Hollandi.

Það var þó ekki ljóst fyrr en eftir leik Hollands og Ungverjalands í dag að Ísland náði að tryggja sér annað sæti riðilsins og þar með farseðilinn til Egyptalands.

Ísland endaði með fjögur stig í riðlinum en þar sem Hollendingar unnu Ungverja í dag sátu þeir síðastnefndu eftir í þriðja sæti riðilsins með þrjú stig.

Holland varð í efsta sæti með fimm stig.

Ísland gerði jafntefli við bæði Holland og Ungverjaland í fyrstu tveimur leikjum sínum í riðlinum.

Mörk Íslands í dag: Ólafur Gústafsson 8, Þröstur Þráinsson 7, Rúnar Kárason 7, Ólafur Bjarki Ragnarsson 6/1, Anton Rúnarsson 4, Ásbjörn Friðriksson 1, Orri Freyr Gíslason 1 og Heiðar Þór Aðalsteinsson 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×