Viðskipti erlent

Verð á gulli rýfur brátt 1.000 dollara múrinn

Heimsmarkaðsverð á gulli mun brátt fara yfir 1.000 dollara á únsuna og stefnir jafnvel í að setja nýtt met. Fjárfestar standa nú í röðum eftir að kaupa gull sökum þeirrar óvissu sem ríkir nú á fjármálamörkuðum heimsins.

Fjallað er um málið á Reuters en þar segir að veikur dollar þessa daganna geri einnig það að verkum að gullverðið er á uppleið.

Verð á gulli sló öll fyrri met í mars á síðasta ári er það fór í rúmlega 1.030 dollara á únsuna. Í dag er það 910 dollarar og hefur hækkað um 10% frá miðjum síðasta mánuði.

Greinendur eru sammála um að gullverð eigi eftir að hækka verulega á næstunni og spá því nú að meðalverð ársins muni liggja í um 1.000 dollurum á únsuna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×