Innlent

Fréttablaðið og Morgunblaðið bæta við sig í lestri

Fréttablaðið.
Fréttablaðið.

Ný könnun um lestur dagblaða frá Capacent sýnir að bæði Morgunblaðið og Fréttablaðið bæta við sig í lestri á milli ára. Fréttablaðið bætir við sig 3% í meðallestri en Morgunblaðið 2,5% í hópi allra landsmanna.

Frá nóvember fram í janúar mælist meðallestur Fréttablaðsins 63,7% og Morgunblaðsins 42,7% í hópi allra landsmanna. Undir fimmtugu lesa hinsvegar 61,7% þjóðarinnar Fréttablaðið og 32,4% Morgunblaðið.

Fréttablaðið bætir við sig 2,4% í þessum hópi frá því á sama tíma í fyrra en Morgunblaðið fer niður um 1,5%.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×