Innlent

Ágúst vill sameina Bifröst við aðra skóla

Ágúst Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst, vill sameina skólann við Listaháskólann og Háskólann í Reykjavík. Undanfarna mánuði hafa forsvarsmenn skólans kannað hvort flötur sé á nánari samvinna skólanna þriggja.

Þetta kom fram í ræðu Ágústs þegar tæplega 80 nemendur voru brautskráðir frá frá Háskólanum á Bifröst úr grunn- og framhaldsnámi í dag.

Ágúst sagði ekkert áþreifanlegt hafa komið út úr því en að tvær nýjar skýrslur hafi gefið hugmyndinni um samstarf byr í seglin.

„Ég er þeirrar skoðunar að Háskólinn á Bifröst, Listaháskólinn og Háskólinn í Reykjavík eigi að kanna alvarlega og með formlegum hætti hvort stofna eigi nýjan háskóla sem byggir á þremur stoðum, það er listum og heimspeki, viðskiptum og lögfræði og tækni og verkfræði."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×