Fótbolti

Fergie spáir yfirburðum enskra liða í Meistaradeildinni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, sér ekki fram á annað en að ensk félög muni halda áfram að hafa nokkra yfirburði í Meistaradeild Evrópu.

Á síðustu þremur árum hafa þrjú ensk lið komist í undanúrslit keppninnar. Þess utan hefur enskt lið verið í úrslitaleiknum í síðustu fimm skipti.

„Ensku liðin verða áfram í undanúrslitum. Ensku liðin hafa verið afar áberandi á síðustu sex til sjö árum. Það sýnir hversu sterk enska deildin er og þetta verður svona áfram," sagði Ferguson.

Man. Utd kemst í 16-liða úrslit keppninnar í kvöld takist liðinu að leggja CSKA Moskva af velli á heimavelli. Chelsea er í sömu sporum og svo er mjög líklegt að Arsenal komist einnig áfram.

Eina óvissan er hvað Liverpool gerir en staða Liverpool er erfið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×