Viðskipti erlent

Vinatónar taldir vaxa hratt

MYND/ap

Fjárfestingasjóðurinn Thule Investments og aðrir fjárfestar hafa aukið hlutafé ísraelska tæknifyrirtækisins Muzicall um níu milljónir dala, jafnvirði 1,1 milljarðs króna.

Thule Investments fjárfesti í Muzicall í september í fyrra. Á meðal annarra eigna Thule Investments eru þrívíddarhönnunarfyrirtækið Caoz og hátæknifyrirtækið Cyntellect. Muzicall sérhæfir sig í vinatónum í síma. Vinatónn er tónn sem heyrist á meðan beðið er eftir að svarað sé í síma. Fyrirtækið hefur um nokkurra ára skeið unnið með mörgum af stærstu símafyrirtækjum í Evrópu.- jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×