Golf

Kærir eftir að hafa fallið á lyfjaprófi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Doug Barron var ekki þekktasta nafnið í golfheiminum allt þar til hann féll á lyfjaprófi á dögunum. Hann var í kjölfarið dæmdur í eins árs bann frá PGA-mótaröðinni.

Barron er afar ósáttur við bannið enda telur hann sig ekki hafa gert neitt rangt. Hann hefur því kært PGA-mótaröðina og vill komast aftur inn.

Í málssókninni kemur fram hvað það var sem felldi Barron á lyfjaprófinu.

„Þessi maður hefur aldrei verið í bakherbergi að stinga sig með nálum. Hann var að taka lyf frá lækninum sínum sem hann hefur gert í mörg ár," sagði lögfræðingur Barron.

Kylfingurinn hefur allt frá árinu 1987 fengið slæm kvíðaköst og menn á mótaröðinni voru meðvitaðir um það. Efnin sem fundust í Barron voru þau sömu og eru í lyfjunum sem hann tekur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×