Viðskipti erlent

Hæstu bónusarnir verða greiddir til baka

Andrew Cuomo, saksóknari í New York fylki, segir að hæstu bónusarnir verði greiddir til baka.
Andrew Cuomo, saksóknari í New York fylki, segir að hæstu bónusarnir verði greiddir til baka.
Andrew Cuomo, saksóknari í New York fylki, segir að þeir fimmtán starfsmenn sem fengu hæstu bónusana frá bandaríska trygginga- og fjárfestingafélaginu AIG hafi samþykkt að skila þeim til baka. Um er að ræða 30 milljónir bandaríkjadala af þeim 165 sem félagið greiddi fyrr í þessum mánuði.

Cuomo segir að hann vonist ennþá til að fleiri starfsmenn AIG muni greiða bónusa þeirra til baka. Hann býst við því að embættið geti náð til baka um 80 milljónum af því sem greitt var. Edward Liddy, forstjóri AIG, sagði í fulltrúadeild þingsins í síðustu viku að sumir starfsmannanna hyggðust greiða peningana til baka.

AIG hefur verið gagnrýnt harkalega vegna þess að bónusarnir voru greiddir til starfsmanna eftir að stjórnvöld veittu 170 milljörðum inn í félagið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×