Fótbolti

Það hefur ekkert gengið hjá Djurgården án Guðbjargar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður sænska liðsins Djurgården.
Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður sænska liðsins Djurgården. Mynd/www.svenskfotboll.se

Sænska úrvalsdeildarliðið Djurgården byrjaði tímabilið frábærlega en hefur síðan fallið niður töfluna og situr nú í 8. sætið. Liðið er búið að tapa fjórum leikjum í röð síðan að íslenski landsliðsmarkvörðurinn, Guðbjörg Gunnarsdóttir, meiddist.

Guðbjörg hélt hreinu í fyrstu tveimur leikjunum og alls í fyrstu 198 mínúturnar sem hún spilaði í sænsku deildinni. Djurgården vann þá sigra á Stattena, Piteå og Kristianstad.

Guðbjörg meiddist síðan eftir aðeins 17 mínútur í leik á móti Umeå IK sem Djurgården tapaði síðan 2-5. Eftir það hefur liðið síðan tapað á móti AIK, LdB FC Malmö og Linköpings en það verður þó að taka tillit til þess að þetta eru allt lið í hópi þeirra bestu í deildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×