Real Madrid hóf göngu sína í konungsbikarnum á Spáni vægast sagt hörmulega í kvöld þegar liðið tapaði 4-0 gegn c-deildarliðinu og grönnum sínum í Alcorcon á Santo Domingo-leikvanginum en staðan var 3-0 fyrir heimamönnum í hálfleik.
Meðal leikmanna hjá Real Madrid í leiknum voru Karim Benzema, Guti, Rafael van der Vaart, Raúl og Alvaro Arbeloa.
Seinni leikur liðanna fer fram á Santiago Bernabeu-leikvanginum eftir tvær vikur.
Úrslit kvöldsins í konungsbikarnum:
Alcorcon-Real Madrid 4-0
Atletico Ciudad-Sevilla 2-4
Marbella-Atletico Madrid 0-2
Recreativo Huelva-Sporting Gijon 1-1