Handbolti

Álaborg deildarmeistari

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði fimm mörk fyrir GOG í dag.
Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði fimm mörk fyrir GOG í dag. Mynd/Stefán
Deildarkeppninni í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta lauk í dag. Álaborg stóð uppi sem deildarmeistari.

FCK varð í öðru sæti eftir öruggan sigur á Bjerringbro-Silkeborg í dag, 28-18. Guðlaugur Arnarsson lék með FCK í dag en skoraði ekki. Arnór Atlason er frá vegna meiðsla.

Annað Íslendingalið, GOG, varð í áttunda sæti deildarinnar og því síðasta liðið til að komast í úrslitakeppnina.

GOG vann Mors-Thy í dag, 37-35. Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði fimm mörk fyrir GOG en Snorri Steinn Guðjónsson er frá vegna meiðsla.

Nordsjælland varð í tíunda sæti deildarinnar og komst því ekki í úrslitakeppnina. Liðið tapaði fyrir Århus í dag, 33-25. Gísli Kristjánsson skoraði tvö mörk fyrir Nordsjælland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×