Innlent

Magnús Þór vill sæti Kristins

Magnús Þór Hafsteinsson.
Magnús Þór Hafsteinsson.

Magnús Þór Hafsteinsson, fyrrverandi þingmaður, hefur ákveðið að gefa kost á sér í annað sæti á lista Frjálslynda flokksins í Norðvesturkjördæmi. Við síðustu alþingiskosningar sat Kristinn H. Gunnarsson í sætinu en hann tilkynnti í Alþingi í dag að hann hefði sagt sig úr þingflokki flokksins líkt og Jón Magnússon gerði nýverið.

Magnús sat á þingi kjörtímabilið 2003 til 2007 en náði ekki kjöri í seinustu kosningum.

,,Ísland stendur frammi fyrir mjög alvarlegum tímum þar sem þess verður vænst að hver borgari geri eftir bestu getu skyldu sína í að takmarka það tjón sem þjóðfélagið mun verða fyrir vegna þeirrar efnahagskreppu sem við stöndum nú frammi fyrir. Eftir þá miklu varnarbaráttu sem nú er að hefjast, þarf að leggja drög að uppbyggingarstarfi til framtíðar. Ég trúi staðfastlega á þá framtíð. Ég er sannfærður um að þjóðinni muni takast að komast í gegnum erfiðleikana en legg þó enga dul á að þetta verður erfitt. Ég vil leggja mig allan fram í einlægni og fórnfýsi, við að taka þátt í þessum störfum," segir Magnús.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×