Fótbolti

Danski boltinn aftur af stað

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gunnar Heiðar Þorvaldsson kom ekkert við sögu með Esbjerg um helgina.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson kom ekkert við sögu með Esbjerg um helgina. Mynd/Daníel

Danska úrvalsdeildin í knattspyrnu hófst á nýjan leik um helgina eftir vetrarfrí. Lítið gekk þó hjá íslensku liðunum sem spiluðu.

Sölvi Geir Ottesen var sem fyrr í byrjunarliði SönderjyskE sem tapaði 2-0 OB á útivelli.

Þá komu hvorki Kári Árnason né Gunnar Heiðar Þorvaldsson við sögu er Esbjerg gerði 1-1 jafntefli við Midtjylland á laugardaginn. Kári er meiddur en Gunnar Heiðar sat á bekknum.

Bröndby er á toppi deildarinnar og getur náð fjögurra stiga forystu á OB með sigri á FC Kaupmannahöfn í risaslag deildarinnar í kvöld.

Bröndby er sem stendur með 39 stig, einu meira en OB. FCK getur þó komist á toppinn í kvöld með sigri þar sem liðið er með 37 stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×