Óttast pólitískan leik með stjórnarskrána Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. apríl 2009 09:09 Ragnhildur Helgadóttir segir að almenn sátt verði að vera um stjórnarskrárbreytingar. Mynd/ GVA. Ragnhildur Helgadóttir, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, segist telja að breið samstaða verði að vera um breytingar á stjórnarskránni eigi þær að ganga í gegn. Þetta kemur fram í umsögn sem Ragnhildur sendi sérnefnd um stjórnarskrármál vegna stjórnskipunarfrumvarpsins sem liggur fyrir nefndinni. „Það er mín skoðun, að með því að naumur meirihluti á þingi samþykki stjórnarskrárbreytingar í andstöðu við stóran stjórnmálaflokk, sé stjórnarskráin færð inn í hringiðju stjórnmálanna: Þess má þá vænta að næsti meirihluti geri þær breytingar sem honum hugnast án þess að takmarka sig við það sem næst almenn sátt um á þingi og þannig koll af kolli. Þannig getur stjórnarskráin orðið óstöðugri og pólitískari en verið hefur, sem er óæskileg þróun," segir Ragnhildur í umsögninni. Ragnhildur segir þó að sé það vilji Alþingis að samþykkja breytingar á stjórnarskránni án þess að samstaða hafi náðst um þær leggi hún til að breytingarnar verið takmarkaðar við ákvæðin um breytingar á stjórnarskránni og stjórnlagaþing. Ákvæði frumvarpsins sem lúta að eignaskilgreiningum á náttúruauðlindum annars vegar og þjóðaratkvæðagreiðslum hins vegar, verði ekki tekin í stjórnskipunarlög núna nema um þau náist sátt allra flokka. Að öðrum kosti sé opnað fyrir pólitískan leik með stjórnarskrána, sem ekki hafi tíðkast áður á Íslandi, og ástæða sé til að vara við. Sem kunnugt er hafa sjálfstæðismenn lagst gegn stjórnskipunarfrumvarpinu. Fréttablaðið segist hafa heimildir fyrir því að fulltrúar stjórnarflokkanna í sérnefndinni hafi ætlað sér að taka málið úr nefnd í gærkvöld en sjálfstæðismenn hótað að tefja frumvarp um gjaldeyrishöft ef af því yrði. Kosningar 2009 Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Erlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Innlent Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Fleiri fréttir Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Sjá meira
Ragnhildur Helgadóttir, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, segist telja að breið samstaða verði að vera um breytingar á stjórnarskránni eigi þær að ganga í gegn. Þetta kemur fram í umsögn sem Ragnhildur sendi sérnefnd um stjórnarskrármál vegna stjórnskipunarfrumvarpsins sem liggur fyrir nefndinni. „Það er mín skoðun, að með því að naumur meirihluti á þingi samþykki stjórnarskrárbreytingar í andstöðu við stóran stjórnmálaflokk, sé stjórnarskráin færð inn í hringiðju stjórnmálanna: Þess má þá vænta að næsti meirihluti geri þær breytingar sem honum hugnast án þess að takmarka sig við það sem næst almenn sátt um á þingi og þannig koll af kolli. Þannig getur stjórnarskráin orðið óstöðugri og pólitískari en verið hefur, sem er óæskileg þróun," segir Ragnhildur í umsögninni. Ragnhildur segir þó að sé það vilji Alþingis að samþykkja breytingar á stjórnarskránni án þess að samstaða hafi náðst um þær leggi hún til að breytingarnar verið takmarkaðar við ákvæðin um breytingar á stjórnarskránni og stjórnlagaþing. Ákvæði frumvarpsins sem lúta að eignaskilgreiningum á náttúruauðlindum annars vegar og þjóðaratkvæðagreiðslum hins vegar, verði ekki tekin í stjórnskipunarlög núna nema um þau náist sátt allra flokka. Að öðrum kosti sé opnað fyrir pólitískan leik með stjórnarskrána, sem ekki hafi tíðkast áður á Íslandi, og ástæða sé til að vara við. Sem kunnugt er hafa sjálfstæðismenn lagst gegn stjórnskipunarfrumvarpinu. Fréttablaðið segist hafa heimildir fyrir því að fulltrúar stjórnarflokkanna í sérnefndinni hafi ætlað sér að taka málið úr nefnd í gærkvöld en sjálfstæðismenn hótað að tefja frumvarp um gjaldeyrishöft ef af því yrði.
Kosningar 2009 Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Erlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Innlent Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Fleiri fréttir Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Sjá meira