Innlent

Þorgerður situr hjá

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sat hjá í atkvæðagreiðslu um tillögu ríkisstjórnarinnar um aðildarumsókn að ESB. Hún sagðist vilja í aðildarviðræður en ekki án þess að gera það í fullri sátt við þjóðina.

Þar af leiðandi ákvað hún að greiða ekki atkvæði en hún hefur lengi verið talinn hluti af Evrópuarmi sjálfstæðisflokksins.

Atli Gíslason greiddi atkvæði gegn tillögunni, fyrstur stjórnarþingmanna en sú afstaða hefur legið fyrir lengi. Flokksbróðir hans, Ögmundur Jónasson greiddi hinsvegar atkvæði með tillögunni.

Álfheiður Ingadóttir greiddi einnig atkvæði með tillögunni en lengi var vafamál hvar atkvæði hennar myndi falla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×