Formúla 1

McLaren og Renault bíta frá sér

Heikki Kovalainen á McLaren var fljótastur í Istanbúl í dag.
Heikki Kovalainen á McLaren var fljótastur í Istanbúl í dag. mynd: Getty Images

Finninn Heikki Kovalainen á McLaren rétt marði að vera á undan Fernando Alonso á Renault á síðari æfingu keppnisliða í Istanbíl í dag. Kovalainen varð aðeins 0.006 sekúndum á undan Spánverjanum.

Það var aðeins 0.7 sekúndna munur á fyrstu sextán bíllunum á æfingunni og ljóst að harður slagur verður í tímatökunni á morgun. Nico Rosberg á Williams var fljótastur á fyrri æfingunni, en sjöundi á seinni æfingunni.

Sex mismunandi ökutæki voru í sex efstu sætunum á æfingunni og löngu komi tími á að Kovalainen léti að sér kveða. Hann hefur fallið úr leik í fjórum mótum af sex á árinu.

Jenson Button á Brawn hefur ekki sérlega vel, hann varð ellefti á fyrri æfingu dagsins en tólti á sienni æfingunni.

Sjá brautarlýsingu og tölfræði










Fleiri fréttir

Sjá meira


×