Fótbolti

Fyrsti sigur Brann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gylfi Einarsson í leik með Brann.
Gylfi Einarsson í leik með Brann. Nordic Photos / AFP
Brann vann í kvöld sinn fyrsta sigur í norsku úrvalsdeildinni á tímabilinu er liðið lagði Bodö/Glimt, 2-0, á útivelli.

Þeir Ólafur Örn Bjarnason og Kristján Örn Sigurðsson léku allan leikinn í vörn Brann og Gylfi Einarsson á miðjunni. Ármann Smári Björnsson kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik.

Brann er í tólfta sæti deildarinnar með sex stig eftir jafn marga leiki. Rosenborg er taplaust á toppi deildarinnar með fjórtán stig. Þetta var lokaleikur sjöttu umferðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×