Danska liðið Brabrand vann sér í gær sæti í dönsku 1. deildinni eftir sigur á B93 í umspili um sæti í deildinni. Sigmundur Kristjánsson leikur með liðinu.
B93 komst í 2-0 í fyrri hálfleik en Sigmundur og félagar skoruðu þrívegis á ellefu mínútna kafla í upphafi síðari hálfleiks og tryggðu sér þar með sigur í leiknum.
Sigmundur gekk til liðs við félagið í vetur og var einn besti leikmaður liðsins á tímabilinu.
Sigmundur upp um deild með Brabrand
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið








Gunnar tekur aftur við Haukum
Handbolti

Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu
Enski boltinn
