Viðskipti erlent

Hagvöxtur á þriðja fjórðungi í OECD ríkjum

Hagvöxtur í ríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) jókst um 0,8 prósent milli ársfjórðunga á þriðja fjórðungi þessa árs, eftir að leiðrétt hefur verið fyrir árstíðabundnum sveiflum.

Í helstu iðnríkjum mældist aukning landsframleiðslu 0,7 prósent, úr núlli á fyrri fjórðungi. Nokkur sveifla er þó innan hópsins, en aukningin mældist mest 1,2 prósent í Japan. Löndin sýndu öll bata, nema Frakkland sem stendur í stað milli fjórðunga.

Hagvöxtur í evrulöndum jókst um 0,4 prósent og um 0,2 prósent í löndum Evrópusambandsins. - óká








Fleiri fréttir

Sjá meira


×