Innlent

Minnisvarði um misnotkun sjálfstæðismanna

Laugavegur 4 til 6.
Laugavegur 4 til 6.

Húsin að Laugavegi 4 og 6 munu standa óhreyfð næstu ár og eru minnisvarði um misnotkun sjálfstæðismanna, að mati Dags B. Eggertssonar oddvita Samfylkingarinnar í borgarstjórn.

Dagur segir að aðeins 20 milljónir af þeim 400 milljónum sem áætlað er að endurgerð húsanna kosti eru á fjárhagsáætlun ársins 2009. Þessar fjárhæðir bætast við kaupverðið, 580 milljónir, sem Dagur telur að gætu óneitanlega nýst í annað í ljósi stöðu efnahagsmála.

Dagur B. Eggertsson.

,,Sjálfstæðisflokkurinn mun því áfram bjóða borgarbúum upp á þennan minnisvarða um óábyrga misnotkun almannafjár og meirihlutakaup Sjálfstæðisflokksins, á kostnað borgarbúa, í upphafi síðasta árs," segir í tilkynningu frá oddvitanum.

Málefni húsanna voru til umræðu fundi borgarráðs í morgun og spurðu fulltrúar Samfylkingarinnar um reiknaður fjármagnskostnaður vegna kaupanna á húsunum í fyrirspurn. Einnig spurðu þeir um fórnarkostnað ef húsin standa ónýtt í eitt, þrjú eða fimm ár og jafnframt hvernig 20 milljón króna fjárveitingu ársins 2009 verði varið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×