Innlent

Indriði H. Þorláksson settur stjóri í fjármálaráðuneytinu

Indriði H. Þorláksson.
Indriði H. Þorláksson.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hefur sett Indriða H. Þorláksson í embætti ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu til 30. apríl næstkomandi. Eins og fréttastofa greindi frá fyrr í dag hefur Baldri Guðlaugssyni verið veitt leyfi frá störfum og í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að leyfið sé á sama tímabili.

Indriði H. Þorláksson er fyrrverandi ríkisskattstjóri og var áður skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu.


Tengdar fréttir

Baldur lætur af störfum í fjármálaráðuneytinu

Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, lætur af störfum á næstunni. Óljóst er hvernig staðið verður að starfslokum hans. Samkvæmt heimildum fréttastofu er verið verið að ganga frá þeim málum. Þær upplýsingar fengust hjá ritara Baldurs að hann væri enn við störf í ráðuneytinu en ekki náðist í Baldur. Ekki hefur heldur náðst í Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra, í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×