Fótbolti

Eiður Smári: Veigar þarf að læra að setja boltann í innanverða stöngina

Elvar Geir Magnússon skrifar
Eiður Smári í leiknum í kvöld.
Eiður Smári í leiknum í kvöld. Mynd/Daníel

„Miðað við færin sem við sköpuðum okkur hefðum við hæglega getað unnið," sagði Eiður Smári Guðjohnsen við Vísi eftir 1-1 jafnteflisleikinn gegn Noregi í kvöld.

„Við töluðum um það fyrir leikinn að enda þetta á góðum nótum og ég held að við höfum gert það. Svekkjandi að hafa samt ekki unnið leikinn," sagði Eiður sem skoraði mark Íslands með skalla.

Eiður sagði að spilamennska Noregs hefði ekki komið sér mikið á óvart. „Það kom mér samt á óvart hvað við vorum með mikið svæði og mikinn tíma á boltanum inn á milli."

Veigar Páll Gunnarsson var nálægt því að tryggja Íslandi sigur í lokin þegar hann skaut í stöngina eins og í fyrri viðureign þessara liða. „Hann þarf að læra að setja boltann í innanverða stöngina," sagði Eiður og brosti.






Tengdar fréttir

Umfjöllun: Ósanngjarnt jafntefli gegn Norðmönnum

Ísland gerði í kvöld 1-1 jafntefli við Norðmenn í lokaleik sínum í undankeppni HM 2010 í kvöld. Úrslitin henta Norðmönnum engan veginn en þeir mega þó telja sig stálheppna að hafa fengið eitt stig í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×