Óttast áform um ríkisumsjá fyrirtækja 3. apríl 2009 06:00 Bjarni Benediktsson Kveðst óttast þá lífsskoðun vinstrimanna að fyrirtæki séu betur komin hjá hinu opinbera en einstaklingum. fréttablaðið/anton stjórnmál Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, geldur varhug við frumvarpi fjármálaráðherra um stofnun eignaumsýslufélags. Því er ætlað að taka yfir rekstur „þjóðhagslega mikilvægra“ fyrirtækja sem lent hafa í miklum rekstrarerfiðleikum og eru að hluta eða öllu leyti komin í eigu fjármálastofnana. Bjarni segir að stjórnvöldum séu veittar of víðtækar heimildir til að meta hvaða fyrirtæki teljist þjóðhagslega mikilvæg. Í frumvarpinu eru þjóðhagslega mikilvæg fyrirtæki sögð sinna mikilvægum almanna- eða öryggishagsmunum og að stöðvun þeirra myndi valda verulegri röskun í þjóðfélaginu öllu. Þá er kveðið á um að Seðlabankinn og aðilar vinnumarkaðarins veiti umsögn um þau viðmið sem leggja skuli til grundvallar því að fyrirtæki geti talist þjóðhagslega mikilvæg í skilningi laganna. Bjarni segir þingsins en ekki annarra að ákvarða slíka skilgreiningu. „Það sem maður óttast fyrst og fremst er að það er lífsskoðun vinstrimanna að mörg fyrirtæki séu betur komin undir hatti stjórnvalda heldur en í höndum einstaklinganna. Þegar svona hugmyndir með svona opnar skilgreiningar koma fram þá er ástæða til að hafa allan varann á.“ Þó að Bjarni sé til viðræðu um breytingu á frumvarpinu er hann þeirrar skoðunar að bankarnir geti annast rekstur fyrirtækja í vanda og endurskipulagningu þeirra. Ekki hafi komið fram efnisleg rök fyrir hinu gagnstæða. - bþs Kosningar 2009 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
stjórnmál Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, geldur varhug við frumvarpi fjármálaráðherra um stofnun eignaumsýslufélags. Því er ætlað að taka yfir rekstur „þjóðhagslega mikilvægra“ fyrirtækja sem lent hafa í miklum rekstrarerfiðleikum og eru að hluta eða öllu leyti komin í eigu fjármálastofnana. Bjarni segir að stjórnvöldum séu veittar of víðtækar heimildir til að meta hvaða fyrirtæki teljist þjóðhagslega mikilvæg. Í frumvarpinu eru þjóðhagslega mikilvæg fyrirtæki sögð sinna mikilvægum almanna- eða öryggishagsmunum og að stöðvun þeirra myndi valda verulegri röskun í þjóðfélaginu öllu. Þá er kveðið á um að Seðlabankinn og aðilar vinnumarkaðarins veiti umsögn um þau viðmið sem leggja skuli til grundvallar því að fyrirtæki geti talist þjóðhagslega mikilvæg í skilningi laganna. Bjarni segir þingsins en ekki annarra að ákvarða slíka skilgreiningu. „Það sem maður óttast fyrst og fremst er að það er lífsskoðun vinstrimanna að mörg fyrirtæki séu betur komin undir hatti stjórnvalda heldur en í höndum einstaklinganna. Þegar svona hugmyndir með svona opnar skilgreiningar koma fram þá er ástæða til að hafa allan varann á.“ Þó að Bjarni sé til viðræðu um breytingu á frumvarpinu er hann þeirrar skoðunar að bankarnir geti annast rekstur fyrirtækja í vanda og endurskipulagningu þeirra. Ekki hafi komið fram efnisleg rök fyrir hinu gagnstæða. - bþs
Kosningar 2009 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira