Fótbolti

FH ætlar að leiðrétta slysið

Elvar Geir Magnússon skrifar
Úr fyrri leiknum. Mynd/Valli
Úr fyrri leiknum. Mynd/Valli

Íslandsmeistarar FH leika síðari leik sinn gegn Aktobe í Kasakstan í dag. Leikurinn hefst klukkan 16 að íslenskum tíma. Vonir Hafnarfjarðarliðsins um að komast áfram í forkeppni Meistaradeildarinnar eru litlar sem engar eftir 0-4 tap í Kaplakrika í síðustu viku.

FH-ingar komu til Kasakstan í gær þar sem var um 37 stiga hiti þegar þeir lentu. Þeir munu síðan ferðast heim á leið strax að leik loknum.

„Við erum með leikmenn sem eru búnir að spila marga Evrópuleiki og við vitum sjálfir að við eigum auðvitað að geta miklu betur. Við erum með næga reynslu til þess að mæta í seinni leikinn og spila okkar bolta og vera með sjálfstraust. Eigum við ekki bara að segja 0-4 í seinni leiknum og síðan tökum við þetta í vító," sagði Sverrir Garðarsson, varnarmaður FH, eftir fyrri leikinn.

FH-ingar eru allavega staðráðnir í að sýna það að úrslitin úr fyrri leiknum hafi aðeins verið slys.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×