Innlent

Þingmaður sofnaði undir stýri

Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Mynd/Vilhelm Gunnarsson

Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sofnaði undir stýri í gær þegar hún var að koma af Snæfellsnesi. Hún segir engil hafa hnippt í sig í tæka tíð áður en bíllinn fór út af sem var kominn yfir á rangan vegarhelming þegar þingmaðurinn áttaði sig á því í hvað stefndi.

Ólína var að koma með hundinn sinn af helgaræfingu björgunarhundasveitar. Hún er búsett á Ísafirði og var á leið heim þegar atvikið átti sér stað í Eyja- og Miklaholtshreppi á sunnanverðu Snæfellsnesi.

„Lifandi fegin að ekki fór verr, sá ég mitt óvænna, lagði bílnum í vegkanti og lagði mig í tíu mínútur. Fór svo út úr honum og fékk mér frískt loft áður en ég hélt ferð minni áfram," segir Ólína í pistli á bloggsíðu sinni.

Þá segir Ólína námskeiðið hafa verið frábært og að hundur hennar, Skutull, hafi staðið sig mjög vel. „Á þessu námskeiði náði hann því risastóra skrefi í þjálfuninni að koma til mín þegar hann hefur fundið mann og gelta á mig áður en hann vísar mér til þess týnda. Í síðasta rennslinu "fann" hann þrjá og vísaði mér á þá alla."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×